Auglýsing

Öðru mötuneyti í grunnskóla í Reykjavík lokað vegna músagangs

Mús fannst í gær í Rimaskóla í Grafarvogi en var mötuneyti skólans lokað í kjölfarið og meindýraeyðir var kallaður til. Þetta kemur fram á mbl.is.

Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem mötuneyti í grunnskóla í Reykjavík er lokað vegna músagangs. Í síðustu viku fann húsvörður í Hlíðaskóla mús í skólanum og í kjölfarið var mötuneytinu lokað.

Sjá einnig: Húsvörður Hlíðaskóla gómaði mús í skólanum, skólinn kannaður hátt og lágt næstu daga

Rósa Magnúsdóttir, deild­ar­stjóri um­hverfis­eft­ir­lits Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur, segir í samtali við mbl.is að meindýraeyðir hafi verið fenginn í Rimaskóla og búið sé að opna mötuneytið á ný eftir allt var þrifið vel.

Þá segir Árný Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur, í samtali við mbl.is frek­ar óvana­legt að til­kynnt sé um tvö slík til­vik á svo stuttu milli­bili og segir mögu­lega um tilviljun sé að ræða. Hún seg­ist ekki geta full­yrt að um músafar­ald­ur sé að ræða en segir hins veg­ar að reglu­lega verði vart við mýs og komi öfl­ug­ar mein­dýra­varn­ir sér yf­ir­leitt vel.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing