Hljómsveitin Of Monsters and Men náði þeim magnaða árangri á dögunum að vera fyrsta íslenska hljómsveitin til að vera spiluð yfir þúsund milljón sinnum á Spotify. Það er rúv.is sem greinir frá þessu.
Sjá einnig: Of Monsters and Men kom fram í beinni útsendingu hjá Jimmy Kimmel, sjáðu myndbandið
Vinsælasta lag sveitarinnar, „Little Talks“ hefur verið spilað 290 milljón sinnum en alls hafa 4,4 milljónir notenda hlustað á efni hljómsveitarinnar í hverjum einasta mánuði.
Hljómsveitin hefur lítið látið fyrir sér fara undanfarin misseri en hún vinnur nú að útgáfu þriðju breiðskífu sinnar.