Auglýsing

Öflugasta eldstöð landsins farin að láta á sér kræla: Landris og skjálftar

Talið er að virkt innflæði kviku streymi nú inn í eldstöðina Bárðarbungu en skýrt merki um landris hefur verið á svæðinu síðan Holuhraunsgosinu lauk í febrúar árið 2015. Það hafði þá staðið í hálft ár. Þetta kemur fram í frétt mbl.is þar sem rætt er við Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands.

Í fréttinni kemur fram að dregið hafi úr landrisinu eða hraða þess fyrir tveimur árum en svo hefur það tekið að aukast aftur. Ekki er um stórvægilegar breytingar að ræða en landrisið hefur samt sem áður verið viðvarandi í tíu ár. Þá gefa skjálftamælingar á svæðinu tilefni til þess að fylgjast grannt með þessari gríðarlega öflugu eldstöð.

Þarð var á sunnudaginn sem skjálfti af stærðinni 5,1 reið yfir Bárðarbungu og er það fjórði skjálftinn sem er um eða yfir fimm að stærð og mælst hefur þar á þessu ári.

„Það hefur verið vinna við að meta hvað af þessu [landrisinu] er vegna virks innflæðis kviku og hvað er vegna þess að jarðskorpan er bara að jafna sig. En það er alveg klárt að það hefur verið kvikuinnflæði frá því að gosinu lauk. Það er líka það sem skjálftarnir eru að segja okkur. Við fórum að sjá þessa skjálfta fljótlega eftir að þessu gosi lauk,“ segir Benedikt Gunnar í samtali við mbl.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing