Auglýsing

Óheppileg auglýsing WOW vekur athygli: „Settu starfsfólkið í besta sætið“

Í Facebook hópnum Markaðsnördar vöktu notendur athygli á auglýsingu frá WOWair þar sem fyrirtæki voru hvött til að setja starfsfólk sitt í bæsta sætið. Auglýsingin er kaldhæðnisleg í ljósi frétta gærdagsins en 111 fastráðnum starfsmönnum WOW var sagt upp störfum í gær.

Í auglýsingu WOW sem birtist í dagblöðum í gær er verið að auglýsa WOW Premium sæti. Þar má sjá mann sem situr í lúxus sætum og yfirskriftin er: „Settu starfsfólkið í besta sætið“.

Nokkrir hafa tjáð sig um auglýsinguna á hóp Markaðsnörda en einn Facebook notandi segir: „Ferðafélagi mannins á myndinni var að vinna hjá WOW.“

Annar segir: „Yfirskriftin hefði kanski átt að vera kauptu saga class fyrir þig og restina af yfirmönnunum og settu svo alla hina starfsmennina á almennt farrými“.

Skúli Mogensen sagði að gærdagurinn hefði verið sá erfiðasti í sögu WOW. „Við erum með frábæran hóp af fólki sem hefur lagt hart að sér að gera WOW air að veruleika og það er því sorglegt að neyðast til að fara í þennan niðurskurð. Ég vildi óska þess að það væri til önnur leið en staðreyndin er sú að við verðum að snúa við rekstrinum og koma honum aftur í gott horf áður en við getum hafið uppbygginguna að nýju.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing