Ljósmyndarinn Erica Mengouchian birti á dögunum magnað myndband úr ferðalagi sínu á Íslandi. Erica var stödd í Reynisfjöru ásamt hópi af ferðamönnum þegar stór alda sópaði fólkið niður. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
„Klikkaðar öldur/veður! Þessi staður er ekkert grín og þetta fólk er ekki að fylgjast nægilega vel með aðstæðum og viðvörunarmerki,“ segir Erica á Instagram. Hún bætir því við að allir hafi komist aftur á fætur og komist í öruggt skjól.
Hátt í 25 þúsund manns hafa horft á myndbandið á aðgangi Ericu en náttúrulífsaðgangar á Instagram hafa einnig deilt myndbandinu. Á aðgangnum Nature ,sem er með um þrjár milljónir fylgjenda, hafa yfir 200 þúsund manns horft á myndbandið.