Auglýsing

OJ Simpson mættur á Twitter: „Geggjaður vettvangur fyrir óstabílt fólk“

Bandaríski leikarinn og fyrrum ruðningskappinn O.J. Simpson er mættur á Twitter. O.J. er hvað þekktastur fyrir að hafa verið sýknaður af ákæru fyrir að myrða fyrrum eiginkonu sína og ástvin hennar árið 1995.

Sjá einnig: Sacha Baron Cohen reyndi að fá OJ Simpson til að játa morðið á fyrrum eiginkonu sinni

Simpson stofnaði Twitter-reikninginn í síðustu viku og hefur þar birt myndbönd þar sem hann svarar fyrir ummæli sem fólk hefur látið falla um hann. Hann segir að sá tími sé liðinn tíð að fólk geti talað um hann án þess að þurfa að svara fyrir það.

Simpson hefur nú þegar fengið yfir 600 þúsund fylgjendur á miðlinum og hafa myndbönd hans vakið mikla athygli. Nokkrir Íslendingar hafa fagnað komu hans á Twitter en Siffi G, einn vinsælasti tístari landsins, segist peppa komu hans á miðilinn þar sem að Twitter sé „geggjaður vettvangur fyrir óstabílt fólk.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing