Auglýsing

Ók út í Ölfusá eftir að lögregla veitti honum eftirför, hangir utan í bílnum í ánni

Bíll sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin veittu eftirför á Hellisheið endaði úti í Ölfusá við Selfoss. Vísir greinir frá. 

Verið er að reyna að bjarga ökumanni bílsins en hann er kominn í spotta frá björgunarsveitum og hangir nú utan í bílnum.

Ekki liggur fyrir af hverju ökumanninum var veitt eftirför.

Í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra segir að Ölfusárbrú verði lokuð næsta hálftímann eða svo á meðan vettvangsvinna fer fram.

Uppfært kl. 11.06

Maðurinn er kominn á land og inn í sjúkrabíl. Hann var með meðvitund þegar honum var bjargað en mikið blóðugur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing