Lögreglumenn í Kópavogi komu auga á ökumann vörubifreiðar sem var ekki með allt upp á tíu, vægt til orða tekið. Farmur vörubifreiðarinnar hafði ekki verið nægilega tryggður og því dreifði hann möl og grjóti út um allt. Var hann stöðvaður og kærður vegna hættu á farmi en málið var klárað með skýrslutöku á vettvangi.
Þetta var eitt af verkefnum lögreglu sem náðu frá 05:00 til 17:00 í dag. Önnur verkefni voru þessi, skipt niður eftir hverfum:
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
-Tilkynnt um tvo aðila í annarlegu ástandi á sameign í hverfi 102. Þeim var vísað á brott án vandræða.
-Tilkynnt um ógnandi aðila í verslun í hverfi 105. Honum var vísað á brott.
-Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 103. Lögregluskýrsla rituð.
-Tveir ökumenn stöðvaðir í hverfi 108 vegna notkun á farsíma við akstur. Málin afgreidd með vettvangsskýrslum.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
-Tilkynnt um vörubifreið sem var að skilja eftir sig möl og grjót á miðjum vegi í hverfi 220. Ökumaðurinn var stöðvaður og kærður vegna hættu á farmi. Afgreitt með vettvangsskýrslu.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
-Ökumaður stöðvaður við almennt umferðareftirlit í hverfi 201. Ökumaður reyndist án ökuréttinda. Afgreitt með vettvangsskýrslu.
-Ökumaður stöðvaður í hverfi 201 vegna notkun á farsíma við akstur. Afgreitt með vettvangsskýrslu.
-Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 109. Afgreitt með vettvangsskýrslu.
-Tilkynnt um rúðubrot í hverfi 111. Lögregluskýrsla rituð.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
-Skráningarmerki fjarlægð af bifreið í hverfi 270 vegna vegna vanrækslu á endurskoðun.
-Aðili handtekinn fyrir líkamsárás í hverfi 112. Sá gistir í fangaklefa vegna málsins.