Auglýsing

Ökuþórinn Niki Lauda er látinn

Austuríski kappaksturskappinn og þrefaldi formúlu 1 heimsmeistarinn, Niki Lauda, er látinn sjötugur að aldri. Lauda lést í gær en tilkynning um andlát hans var send út í nótt af fjölskyldu hans.

Lauda varð heimsmeistari í formúlu 1 árið 1975 en lenti svo í lífshættulegu slysi árið 1976. Þrátt fyrir það tókst honum að endurheimta heimsmeistaratitilinn árið 1977 og vann hann svo í þriðja skipti árið 1984.

Baráttan milli hans og James Hunt um heimsmeistaratitilinn árið 1976 er söguleg en kvikmyndin Rush sem kom út árið 2013 fjallar um ríginn á milli þeirra sem og vináttu þeirra sem varð sterk eftir slys Lauda.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing