Auglýsing

Ólafur Arnalds listamaður ársins hjá Reykjavík Grapevine – GDRN með plötu ársins

Tónlistarverðlaun menningartímaritsins Reykjavík Grapevine verða afhent á skemmtistaðnum Húrra í kvöld. Blaðið hefur þegar tilkynnt um sigurvegarana í nýútkomnu blaði en þar kemur fram að Ólafur Arnalds hlaut titilinn listamaður ársins.

Prins Póló er með lag ársins sem er að þessu sinni „Líf Ertu Að Grínast“ en hann mun jafnframt koma fram á hátíðinni sem hefst klukkan 20:00 í kvöld.

Nýliðinn GDRN sigraði í flokki plötu ársins, en hún hefur farið sigurför um íslenskt samfélag á síðustu misserum. Þá sigraði rapptvíeykið JóiPé og Króli vinsældarkosningu blaðsins, en þeir munu jafnframt stíga á stokk í kvöld eftir verðalaunaafhendinguna.

Ástralski uppistandararinn Jonathan Duffy mun vera kynnir kvöldsins en hann hefur gert garðinn frægan í hlaðvarpinu Icetralia ásamt Hugleiki Dagssyni.

Hátíðin hefst upp úr klukkan átta í kvöld á Húrra og er ókeypis aðgangur inn á tónleikana eins og fyrri ár. Þetta er í sjöunda skiptið sem Reykjavík Grapevine afhendir tónlistarverðlaun sín.

Auk JóaPé og Króla og Prins Póló, munu bagdad bræður og Gróa spila en þau eru nýliðar ársins að mati blaðsins.

Sigurvegarar eru eftirfarandi:

Tónlistarmaður ársins:  Ólafur Arnalds

Plata ársins: GDRN

Lag ársins: Prins Póló – Líf Ertu Ekki Að Grínast

Myndband ársins: Ayia – Slow

Besti lifandi flutningur ársins: bagdad brothers

Það sem þið ættuð að hafa heyrt: TSS – Moods

Nýliðar ársins: Gróa

Hvatningarverðlaun: Háskar og R6013

Í dómnefnd voru:

John Rogers, Reykjavík Grapevine

Anna Ásthildur, Iceland Airwaves

Anna Gyða Sigurgísladóttir, dagskrágerðarkona, RÚV

Kevin Cole, KEXP

Alexander Jean De Fontenay, blaðamaður og plötusnúður

Steinar Fjeldsted, ritstjóri Albumm.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing