Leikarinn Ólafur Darri er á forsíðu laugardagsútgáfu The Times. BBC Four sýnir Ófærð um þessar mundir okkar maður virðist hafa slegið í gegn ef marka má lýsingar blaðamannsins Peter Noble.
Ólafur Darri er sagður nýjasti hjartaknúsarinn í sjónvarpinu og fyrirsögnin er ekki af verri endanum: Stór, loðinn og talar íslensku. Í greininni lýsir Noble því hvernig var að fara með Ólaf inn á skrifstofuna sína.
„Þetta er í síðasta skipti sem ég mæti með sjónvarpsstjörnu á skrifstofuna,“ segir hann og lýsir hvernig Ólafur komst ekkert áleiðis vegna ágangs starfsfólks sem gat ekki beðið eftir að segja honum hversu frábær hann er í Ófærð.
Okkar maður er alveg með þetta!