Ólafur Darri Ólafsson er einn af þeim sem talar inn á nýja tíu þátta seríu Netflix The Dark Crystal: Age of Restistance. Þættirnir eru brúðuþættir og eru byggðir á heiminum sem brúðumeistarinn Jim Henson skapaði í kvikmyndinni Dark Crystal frá árin 1982. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Ólafur Darri er í hópi stórleikara sem tala inn á þættina en ásamt honum eru Star Wars leikarinn Mark Hamill, Helena Bonham Carter, Eddi Izzard, Simon Pegg ásamt Game of Thrones leikurunum Natalie Dormer og Ralp Ineson á meðal þeirra sem talsetja þættina.
Netflix framleiðir seríuna í samstarfi við The Jim Henson Company. Ekki er ljóst hvenær þættirnir verða sýndir en eingöngu verður notast við handgerðar brúður í þáttunum og engar tölvubrellur eru notaðar.