Auglýsing

Ólafur F. gerir upp fortíðina: „Ekkert auðvelt að lifa af svona aðför“

„Það er ekkert auðvelt að lifa af svona aðför, sem að auki bitnar harkalega á vinum og vandamönnum, og hún er langt frá því gengin um garð.“

Þetta segir Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Ólafur gerir upp það sem hann kallar „skipulagt einelti gegn þeim sem eru ekki þóknanlegir nútímavinstrinu“ í greininni og beinir spjótum sínum meðal annars að Jóni Gnarr, Ilmi Kristjánsdóttur og Ríkisútvarpinu.

„Þetta einelti virðist hafa það markmið að granda pólitískum ferli einstaklinga og jafnvel einstaklingunum sjálfum í leiðinni. Ég hef reynsluna af því, allt frá því að ég kom aftur til starfa í borgarstjórn Reykjavíkur eftir veikindi, haustið 2007, og var krafinn um „heilbrigðisvottorð“, þó ég hafi verið starfandi læknir á ný frá því um haustið,“ skrifa Ólafur.

Ólafur fer um víðan völl í greininni. Hann sakar meðal annars Björk Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa um lygar, segir pólitíska andstæðinga nota aðstöðu sína hjá RÚV og segir dylgjur um sýkla- og flughræðslu í DV hafa verið haldið á lofti í Spaugstofunni og í Áramótaskaupinu:

Laugardaginn 26. janúar 2008 komu Spaugstofumenn á RÚV ímynd minni fyrir í hjólastól þar sem ég var sýndur sem heiladauður einstaklingur. […] Í síðasta atriðinu var verið að henda borgarstjóranum sem „spilliefni“.

Ólafur segist fátt geta gert í þessu, nema „vonað að réttlætið eigið eftir að koma yfir þetta fólk.“ Hann endar svo greinina á því að vitna í eigið ljóð:

En illskan, hún mun lúta lágt
og lævísin hrynja,
og upphafsfólkið eiga bágt,
sem áður lét högg dynja.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing