Auglýsing

Ólafur Ragnar býður sig ekki fram aftur — eða hvað?

Uppfært kl. 11.51: Bent hefur verið á að orðalagið var kannski ekkert sérstaklega skýrt. Hann talaði um að setja Alþingi í síðasta skipti „samkvæmt umboðinu“ — umboðið má að sjálfsögðu endurnýja.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig fram á ný í forsetakosningunum á næsta ári. Þetta kom fram í setningarávarpi hans til þingsins í dag.

„Þegar ég set Alþingi, nú í síðasta sinn,“ sagði Ólafur Ragnar í ávarpi sínu.

Hann sagði að ekki ætti að kjósa um nýja stjórnarskrá samhliða næstu forsetakosningum á næsta ári og að eðlilegt væri að Íslendingar myndu fá að vega og meta nýja stjórnarskrá „ótrufluð af forsetakosningum“.

Umræðan um næsta forseta og hverjir ætla að bjóða sig fram getur því hafist nú fyrir alvöru.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing