Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti ekki svo óvænt í dag að hann ætli að bjóða sig fram á ný sem forseti Íslands í sumar. Ástæðan sem Ólafur Ragnar gaf á blaðamannafundi á Bessastöðum var sú að honum hafi borist fjöldi áskorana í kjölfar atburða liðinna vikna.
Bindið sem Ólafur Ragnar var með um hálsinn í dag virðist í fyrstu afar saklaust. En Haukur Viðar Alfreðsson, starfsmaður auglýsingastofunnar Brandenburg, tók eftir svolitlu óvenjulegu á mynd Golla, ljósmyndara Morgunblaðsins, frá blaðamannafundinum í dag.
Reynið að rýna í myndina
Ég skora á @gollmundur að gefa okkur hi-res inn–zoomaða mynd af bindi Ólafs. Þjóðin á það skilið eftir tíðindin! pic.twitter.com/0XrAbmu9Rv
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) April 18, 2016
Haukur skoraði á Golla að birta myndina í hærri upplausn svo fólk getið séð að bindið er í raun skreytt með litlum fílum!
Golli lét ekki segja sér það tvisvar og staðfesti vangaveltur Hauks. Stórkostlegt!
@hvalfredsson pic.twitter.com/3aev9g0ULm
— Golli-Kjartan Þorbj. (@gollmundur) April 18, 2016
Þar höfum við það! fílar!