Auglýsing

Ólafur segir bankageirann blóraböggul stjórnvalda

Ólafur Ólafsson sakar stjórnvöld um að gera bankageirann að blóraböggli fyrir eigin mistök. Ólafur var í síðustu viku dæmdur fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir sinn þátt í Al-Thani málinu. Í viðtali við Reuters segir hann veggina milli stjórnmálamanna og dómstóla mjög þunna.

„Ég held að dómararnir hafi ákveðið hvernig málið ætti að fara og síðan skrifað niðurstöðu dómsins,“ segir hann.

Stjórnmálamennirnir ákváðu að einblína á bankageirann í staðinn fyrir að rannsaka hvað fór úrskeiðis í efnahagskerfinu, sem er á þeirra ábyrgð.

Ólafur er búsettur í Sviss og er stjórnarformaður Samskipa, sem er með höfuðstöðvar sínar í Hollandi. Hann segist ætla að fara að til Íslands þegar honum verður gert að hefja afplánun.

„Það er aldrei gott að stinga höfðinu í sandinn eins og strútur. Maður verður að horfast í augu við áskoranir lífsins,“ segir hann á vef Reuters.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing