Auglýsing

Ólafur Stephensen staðfestir að hann sé hættur

Ólafur Stephensen staðfestir í bréf til starfsmanna 365 uppsögn sína sem ritstjóri Fréttablaðsins. Nútíminn greindi frá uppsögn Ólafs í gær en hefur ekki tjáð sig um málið fyrr en nú.

Bréf Ólafs má lesa hér fyrir neðan:

Ég undirritaður hef falið lögmanni mínum að tilkynna Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra 365 miðla, að ég líti svo á að ráðningarsamningi mínum við 365 miðla hafi verið rift og ég sé óbundinn af honum.

Boð um breytt starf hjá fyrirtækinu, sem átti að fylgja ritstjóratitill, fól engu að síður í sér verulega breytingu á verkefnum mínum, starfsskyldum og ábyrgð. Ráðning tveggja nýrra ritstjóra felur það sama í sér. Þá hafa fleiri atburðir undanfarinna daga á fréttastofu 365, sem ég get ekki tjáð mig frekar um vegna trúnaðar, orðið til þess að ég get ekki litið öðruvísi á en að ætlunin sé að þrengja að sjálfstæði mínu sem ritstjóra, sem kveðið er á um í siðareglum félagsins.

Af þessu leiðir að ég mæti ekki til starfa á fréttastofunni á morgun. Ég kveð gott samstarfsfólk með söknuði og þakka því ánægjulega samfylgd. Það er ástæða til að ítreka enn betur hér þakkir mínar til ykkar, frábæra samstarfsfólk, sem ég hef átt með fjögur og hálft ánægjulegt ár. Sjáumst síðar.

Ólafur Stephensen

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing