Auglýsing

Ölgerðin rannsakar breytingar á svarta Doritos snakkinu: „Eitt það versta sem ég hef upplifað“

Starfsmenn Ölgerðarinnar vinna nú að fullu við að komast til botns í bragðdaufu svörtu Doritos snakki. Margir hafa kvartað yfir bragðinu á snakkinu vinsæla undanfarið en Sandra Björg Helgadóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni sem er með umboðið fyrir Doritos á Íslandi segist ekki viss hvort um sé að ræða varanlega breytingu. Þetta kemur fram á vef DV í dag.

„Eins og staðan er núna vitum við ekki hvort þetta hafi verið einhver lota sem vantaði bragðefni í eða hvort þetta sé einhver breyting sem átti sér stað,“ segir Sandra í viðtali við DV.

Sjá einnig: Icelandair hætt að bjóða upp á baguette með skinku og osti: „Eina sem ég borðaði í flugi með þeim“

Í gærkvöldi skapaðist umræða um málið á Twitter en Haukur Bragason kvartaði undan bragðdaufu snakki. „Er þetta bara ég eða er búið að breyta svarta Doritos? Ég er búinn að opna þrjá (3) poka og þetta er allt saman bragðdauft drasl,“ skrifaði hann á Twitter og margir tóku undir með honum. Þar á meðal Atli Jasonarson sem segir breytinguna vera eitt það versta sem hann hafi upplifað.

Von er á tilkynningu frá Ölgerðinni vegna málsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing