Auglýsing

Öllu starfsfólki Plain Vanilla sagt upp, fyrirtækið lokar skrifstofu sinni á Íslandi

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla, sem framleiðir spurningaleikinn QuizUp, mun loka skrifstofu sinni á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynninug frá fyrirtækinu. Öllum 36 starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp í morgun.

Ekkert verður af fyrirhuguðum sjónvarpsþætti byggðum á QuizUp sem til stóð að sýna á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC næsta vor. Í tilkynningunni kemur fram að þar með séu rekstrarforsendur til frekari fjármögnunar og þróunar á QuizUp hér á landi brostnar.

„Frá áramótum hefur mikill viðsnúningur orðið á rekstri Plain Vanilla og tekjur aukist mikið en enn var þó halli á rekstrinum því kostnaðurinn við að viðhalda samfélagi notenda innan leiksins var mikill,“ segir í tilkynningunni.

Tilkynnt var um það síðasta haust að Plain Vanilla og NBC hefðu náð samkomulagi um framleiðslu spurningaþáttar að nafni QuizUp og átti þátturinn að hefja göngu sína á NBC þann 5. mars á næsta ári.

Búið var að panta 13 þætti sem áttu að vera á dagskrá á sunnudagskvöldum klukkan 19 vestanhafs og hafði starfsfólk frá Plain Vanilla unnið að þróun þáttarins, bæði hér heima og í stúdíói NBC í Hollywood, síðustu mánuði.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing