Allir tólf drengirnir og þjálfari þeirra eru nú komnir út úr hellinum eftir 17 daga veru neðanjarðar. Þetta staðfestir tælenski herinn í Facebook-færslu en textalýsing á vefsíðu BBC greinir frá..
„12 villigeltir og þjálfari þeirra komnir út úr hellinum. Allir öryggir,“ kemur fram í Facebook-færslu tælenska hersins nú rétt í þessu. Villigeltir (wild boars) er gælunafn fóltboltaliðs drengjanna.
Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í þrjá daga eða síðan á sunnudag en drengirnir festust inni í hellinum þann 23. júní síðastliðinn eftir að mikil flóð lokuðu hellismuna sem þeir fóru inn um.
Jonathan Head, fréttaritari BBC í suðaustur Asíu, segir björgunina glæsilegt alþjóðlegt afrek, allir drengirnir og fótboltaþjálfari þeirra séu komnir heilir á húfi út úr hellinum og beðið sé eftir því að fjórir kafarar, sem voru með drengjunum inni í hellinum meðan á björgunaraðgerðunum stóð, komi út.
An impressive feat of International cooperation, professionalism and dedication. All 12 boys and their football coach have been brought safely out of # Thamluangcave. Just amazing! How rare to have such uplifting news. Hoping to hear Thai divers who stayed with them are also out
— Jonathan Head (@pakhead) July 10, 2018