Ólöf Nordal verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti þingmönnum flokksins skipan nýs ráðherra á þingflokksfundi í Valhöll fyrir stundu. Þetta kemur fram á Vísi.
Ólöf tekur við embættinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem sagði af sér á dögunum í kjölfarið á því að aðstoðarmaður hennar var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að leka upplýsingum um hælisleitanda í fjölmiðla.
Ólöf er fædd í Reykjavík 3. desember 1966. Hún er lögfræðingur og MBA að mennt.