Auglýsing

Ólöf Nordal segist ekki eiga né hafa átt hlut í félagi í skattaskjóli

Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að hvorki hún né eiginmaður hennar eigi eða hafi átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru á Bresku Jómfrúareyjum eða í nokkru öðru landi sem talin eru til skattaskjóla. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Ólafar.

Bjarni og Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og innanríkisráðherra eru sögð tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Áður hafði komið fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tengist slíku félagi. Þetta kom fram á Eyjunni í kvöld.

Sjá einnig: Bjarni Benediktsson vissi ekki að hann ætti hlut í félagi í skattaskjóli, taldi það vera í Lúxemborg

Samkvæmt Eyjunni eru nöfn nokkur hundruð Íslendinga að finna á listum yfir nöfn þeirra sem átt hafa aflandsfélög eða bankareikninga í skattaskjólum. Margir þeirra eru sagðir þjóðþekktir.

Um tvo lista er að ræða. Skattrannsóknarstjóri hefur keypt gögn með listum yfir íslenska aðila sem áttu eignir í erlendum skattaskjólum og hefur samkvæmt Eyjunni unnið úr þeim að undanförnu.

Hinn listinn hefur samkvæmt Eyjunni verið unnin á vegum samtaka blaðamanna víða um heim en Reykjavik Media, nýtt fyrirtæki Jóhannesar Kristjánssonar fréttamanns kemur að málinu hér á landi.

Ólöf útskýrir málið frá sinni hlið á Facebook-síðu sinni í kvöld.

„Miðvikudaginn 16. mars síðastliðinn barst mér fyrirspurn frá tveimur þýskum blaðamönnum, Frederik Obermaier og Bastian Obermayer, fyrir hönd dagblaðsins Süddeutsche Zeitung og útvarps- og sjónvarpsstöðvarinnar NDR, um Dooley Securities S.A, hlutafélag sem mun hafa veriðskráð á Bresku Jómfrúareyjunum,“ segir hún.

„Fyrirspurn þeirra snéri að hugsanlegum tengslum mínum við félagið.“

Hún svaraði fyrirspurninni mánudaginn 22. mars. „Nokkrum dögum áður hafði, Tómas Sigurðsson, eiginmaður minn einnig svarað fyrirspurninni. Tómas hefur unnið fyrir alþjóðlegt fyrirtæki undanfarin 12 ár, fyrst hér á Íslandi en síðar í Evrópu og nú starfar hann í New York,“ segir hún.

Síðari hluta ársins 2006 leitaði Tómas ráðgjafar hjá Landsbanka Íslands varðandi fjármál og kaupréttarsamninga sem voru hluti af starfskjörum hans . Markmiðið var að njóta leiðsagnar bankans varðandi hugsanlegar fjárfestingar í erlendum verðbréfum enda starfsvettvangur Tómasar alþjóðlegur.

Hún segir að ráðgjafar Landsbankans hafi lagt til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag.

„Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði félagið, Dooley Securities og var bankinn skráður eigandi þess. Í undibúningi þessa máls veitti bankinn Tómasi umboð á umrætt félag og óskaði hann jafnframt eftir því að ég fengi sambærilegt umboð,“ segir Ólöf.

„Það mun vera skýring á því að nöfn okkar eru á umræddum lista. En aðstæður breyttust og aldrei kom til þess að Tómas tæki yfir eignarhald þessa félags eða nýtti það til fjárfestinga. Allt þetta gerðist áður en ég tók sæti á Alþingi og voru þessi áform löngu aflögð þegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi.“

Yfirlýsingu Ólafar má sjá hér fyrir neðan

Vegna frétta: Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð…

Posted by Ólöf Nordal on Tuesday, March 29, 2016

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing