Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er útskrifuð af Landspítalanum eftir að hafa dvalið þar í rúman mánuð, eða frá 5. október og komin heim til sín.
Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.
Sjá einnig: Ólöf Nordal með alvarlega sýkingu, segist vera í óvenjulegri stöðu á hliðarlínunni
Ólöf var lögð inn á sjúkrahús vegna lungnabólgu og sýkingu sem reyndist vera alvarleg. Þurfti hún að fylgjast með kosningabaráttunni af hliðarlínunni.
„Það er margt að gerast í þjóðfélaginu. Hjá mér er það markverðast að ég útskrifaðist af spítalanum eftir að hafa legið þar frá 5. október sl. og er komin heim. Síðustu vikur hafa verið ólýsanlegar og margt gengið á. Ég naut einstakrar umönnunar á kvennadeild Landspítalans og verð alltaf þakklát fyrir fólkið sem þar starfar. Það er þeim að þakka að ég er núna komin hingað heim.
Kærar kveðjur sendi ég öllum þeim sem hafa sent mér bataóskir og haft samband við mig með ýmsum hætti á undanförnum vikum. Framundan er að safna kröftum. Það verður ærið verkefni fyrir mig,“ skrifar Ólöf.