Auglýsing

Opnar fimm stjörnu hótelsvítur á 20. hæð Höfðatorgs: „Verður svakalega flott“

Unnið er að því að útbúa átta hótelsvítur á 20. hæð Höfðatorgs við Katrínartún í Reykjavík. Um fimm stjörnu svítur er að ræða og ljóst er að útsýnið verður ekki af verri endanum. Þetta kemur fram í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Jó­hann­es Stef­áns­son, sem flest­ir þekkja und­ir nafn­inu Jói í Múlakaffi, er á bakvið svíturnar á samt fjölskyldu sínu og að eigin sögn góðu fólki. Hann segir stuttlega frá verkefninu í Morgunblaðinu í dag.

„Þá erum við fjölskyldan einnig viðloðandi mjög skemmtilegt verkefni í samstarfi með góðu fólki,“ segi hann.

Það er verið að búa til átta hótelsvítur á 20. hæðinni í Höfðatorginu við Katrínartún. Þetta eru fimm stjörnu svítur og verður svakalega flott. Við ætlum að opna fyrir fyrstu gestina í byrjun júní.

Gert er ráð fyrir gistiaðstöðu fyrir 16 gesti á hæðinni. 20. hæðin var auð en til gamans má geta að svíturnar verða í raun á 19. hæð hússins þar sem engin 13. hæð er í húsinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing