Auglýsing

Opnaði pínulitla verslun og veitingastað fyrir mýs í Svíþjóð, ekki víst að allir taki eftir þeim

Nýlega var opnuð verslun og veitingastaður á Bergsgötunni í Malmö í Svíþjóð. Það eru í sjálfu sér ekki stór tíðindi, nema af því að um er að ræða þjónustu fyrir mýs, ekki menn.

Um er að ræða örsmáar byggingar, byggðar inn í vegg og því er alls ekki víst að allir sem eiga leið um götuna taki eftir þeim.

Búðin heitir Noix de Vie, eða Hnetur lífsins. Í glugga hennar má sjá fjölbreytt úrval hneta sem gætu heillað viðskiptavini.

#anonymouse #anonymouse_mmx #möllan #Malmö

A photo posted by AnonyMouse (@anonymouse_mmx) on

Við hlið búðarinnar er örsmái ítalski veitingastaðurinn II Topolino, eða Mikki mús. Hægt er að sitja við borð fyrir utan staðinn. Á matseðlinum er ekki margt, aðeins ostur og kex.

Um er að ræða verk listamannsins Anonymouse sem boðar fleiri sambærileg verk á næsta ári.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing