Auglýsing

Opnunardagur Ólympíuleikanna í París sagður hörmung: Mótmæli, ferðakaos og skemmdarvargar

Setningardagur Ólympíuleikanna í París hefur þegar verið kallaður hörmung frá A til Ö af þarlendum fréttamiðlum auk annarra – meðal annars DailyMail sem greinir frá því að flóðviðvaranir og kaótískt samgöngukerfi hafi sett svartan blett á upphaf þessa goðsagnakennda viðburðs þar sem meðal annars rapparinn Snoop Dogg hljóp með kyndilinn um götur Parísar.

Nú fyrir nokkrum klukkustundum kveiktu skemmdarvargar elda á helstu lestarstöðvum borgarinnar með þeim afleiðingum að lestarkerfi Parísarborgar stöðvaðist sem hafði svo áhrif á ferðaplön yfir 800.000 farþega – þar á meðal íþróttamanna sem keppa á leikunum sem og áhorfenda sem vildu sjá opnunarhátíðina sem hefst núna klukkan 17:30.

Lady Gaga mun eflaust verða hundblaut á eftir þegar setningarathöfn Ólympíuleikanna nær hápunkti.

Úrhellir þegar Lady Gaga stígur á stokk

Stuttu eftir að setning Ólympíuleikanna hefst, eða um 18:00, er búist við úrhellisrigningu og þannig er veðrinu spáð til miðnættis í frönsku höfuðborginni. Það kemur til með að setja strik í reikning opnunarhátíðarinnar þar sem söngkonan Lady Gaga mun meðal annars koma fram. Ólympíufararnir munu ferðast á bátum niður ánna Signu fyrir framan, að því er talið, allt að 300 þúsund áhorfendur.

Þetta dapurlega upphaf leikanna hefur verið kallað „hörmung“ af þekktum frönskum veðurfræðingi sem segir þetta veðurfar óvenjulegt fyrir stórborgina í lok júlímánaðar. Fjölda frægra andlita mátti sjá við upphaf leikanna í dag en þeirra á meðal var söngkonan Ariana Grande, Anna Wintour, ritstjóri Vouge-tímaritsins og hinn heimsfrægi leikstjóri Baz Luhrmann en þau voru öll með regnhlíf þar sem einhverjir skúrir hafa farið að láta á sér kræla.

Fyrir marga Parísarbúa átti þetta að vera stoltur dagur fyrir landið, en veðrið og mótmælin hafa leitt til þess að sumir segjast vera „vandræðalegir yfir að heimurinn hafi séð okkur svona“.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing