Auglýsing

Ópruttinn aðili þykist vera Björgvin Páll Gústavsson á Tinder

Smáforritið Tinder hefur reynst mörgum einstaklingum vel í gegnum tíðina en forritið hjálpar fólki til við að finna sanna ást á auðveldan hátt. Það virðist þó ekki ganga eins vel hjá öllum en einn óprúttinn aðili greip til þeirra ráða að nota mynd af Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í tilraun til þess að heilla aðra einstaklinga á forritinu.

Björgvin Páll sjálfur er ekki of hrifinn af athæfinu en hann biðlar til fylgjenda sinna á Twitter að tilkynna þennan einstakling sem kallar sig Aron.

Sjá einnig: Þakkar Tinder fyrir dóttur sína: „Annar vettvangur en að hittast drukkin á skemmtistað”

„Ef þið hittið þennan annars myndarlega pilt á Tinder megið þið endilega reporta hann,” segir Björgvin Páll.

Nútíminn birti á sínum tíma lista yfir reglur sem er gott að hafa í huga þegar notast er við Tinder en títtnefndur Aron hefði gott af því að renna yfir þann lista sem má finna hér.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing