Auglýsing

Óprúttnir aðilar bjuggu til Tinder-aðgang í nafni Valdimars skólastjóra – Konan fékk símtöl

Valdimar Víðisson, skólastjóri og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, hefur undanfarnar vikur orðið fyrir barðinu á sprelligosum sem búa sífellt til falsreikninga á samfélagsmiðlum í hans nafn. Nú síðast var Tinder-reikningur gerður í nafni skólastjórans sem segist frekar varnarlaus gagnvart hrekknum. Valdimar ræddi málið við þau Huldu og Loga Bergmann á K100 í gær.

„Það voru símtöl og fleira sem konan var að fá í gær þar sem hún var spurð hvað við værum nú að gera. Það var reyndar einn sem stakk upp á því að þetta væri annað Icehot1 mál og við hefðum bara gleymt að loka reikningum. Það var ekki þannig,“ sagði Valdimar í viðtalinu sem heyra má í heild hér að neðan.

Það virðist vera auðvelt að stofna þessa aðganga en erfitt að fá það í gegn að þeim sé lokað. Bölvað vesen.

Fyrr í vetur var einnig gerður Twitter-reikningur í nafni Valdimars. „Ég kom ekki nálægt því. Ég hef ekki grun um hver eða hverjir gætu átt þarna í hlut,“ segir Valdimar.

Viðtalið við Valdimar

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing