Auglýsing

Orðabókin gerði lítið úr Kylie Jenner á Twitter

Raunveruleikastjarnan og snyrtivörumógúllinn Kylie Jenner prýddi forsíðu tímaritsins Forbes í gær en hún er á hraðleið með að verði yngsti sjálfgerði milljarðamæringur allra tíma.

Það vakti athygli notenda Internetsins að Forbes notaði orðið „sjálfgerður“ eða „self-made“ á ensku en Kylie kemur úr einni frægustu fjölskyldu í heimi og átti fullt af pening áður en hún stofnaði snyrtivörufyrirtæki sitt.

Sjá einnig: Kylie Jenner yngsti sjálfgerði milljarðamæringur allra tíma

Starfsmenn orðabókarinnar Dictionary.com sáu sig knúna til minna á skilgreininguna á orðinu „sjálfgerður“ sem sé að ná árangri í lífinu án hjálpar en það á ekki beint við Kylie Jenner.

Margir túlkuðu þetta sem svo að orðabókin væri að „shade-a“ eða varpa skugga á Kylie og vakti uppátæki orðabókarinnar mikla lukku hjá notendum twitter

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Twitter-síða Dictionary.com vekur athygli en hún hefur meðal annars gert grín að Donald Trump Bandaríkjaforseta

Orðabókin kom með þetta svar þegar DJ Khaled sagðist ekki veita konunni sinni munnmök en ætlaðist til að hún gerði það við sig

Og hún býr einnig til fyndin meme

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing