Aðdáendur hljómsveitarinnar Írafár grétu margir í hádeginu í dag þegar það virtist hafa verið uppselt á endurkomutónleika hljómsveitarinnar í Hörpu á næsta ári. Margir lýstu yfir vonbrigðum sínum á Twitter og samkvæmt sögunni var uppselt á aðeins tíu mínútum en það eru þó enn til miðar þegar þetta er skrifað.
Sjá einnig: 19 ára gamall Jón Jónsson fór á kostum í myndbandi Írafárs fyrir mörgum, mörgum árum
Birgitta Haukdal og félagar í Írafári eru að snúa aftur og verða með tónleika í Hörpu í næsta sumar. Írafár var vinsælasta hljómsveit landsins um árabil og sendi frá sér þrjár breiðskífur á árunum 2002 til 2005.
Tilkynnt var á Rás 2 að uppselt væri á tónleikana. Nútíminn kannaði málið og hafði samband við Tix.is og þar fengust þau svör að gríðarlegur áhugi hafi verið á tónleikunum þegar miðasala hófst í hádeginu. Eftir um tíu mínútur virtust sem allir miðar væru seldir og hófst þá sala á aukatónleika. Svo virðist sem einhverjir þeirra sem náðu að taka frá miða á fyrri tónleikana á vefnum hafi hætt við sem olli því að margir gripu í tómt.
Vonbrigðin á Twitter voru raunveruleg
EG NAÐI EKKI MIÐA A IRAFAR???????????????
— Heiður Ósk Eggertsdó (@HeidurO) December 12, 2017
Aðrir fögnuðu því að hafa náð miða
Uppselt á tæpum 10 mín á Írafár! Náði miða?? pic.twitter.com/2C9fQDI5E8
— Maggi Tóka (@MaggiToka) December 12, 2017
Gæti ekki verið meira sama hvað ég fæ í jólagjöf núna þegar Írafár miðarnir eru komnir í hús! ?❤️ pic.twitter.com/2DD8SJKniQ
— Ástrós Ýr (@astrosyr) December 12, 2017
Instant uppselt á Írafár, the pomo is real
— Mads på Rådhusplads (@arnar_kristins) December 12, 2017
Okei vinkona mín var tilbúin á mínútunni fyrir okkur vinkonurnar og það var bara uppselt, brjáluð?
— Kristín Una Pétursd (@kristinuna) December 12, 2017