Auglýsing

Oscar Pistorius losnar úr fangelsi eftir að hafa afplánað tíu mánuði af fimm ára dómi

Spretthlauparinn Oscar Pistorius, sem var í fyrra dæmdur fyrir að hafa orðið unnustu sinni Reevu Steenkamp að bana, fær reynslulausn 21. ágúst. Hann hefur afplánað tíu mánuði af fimm ára dómi sínum.

„Hegðun hans hefur verið mjög góð,“ sagði Zach Modise, yfirmaður fangelsismála í Suður-Afríku við fjölmiðla í júní. Þá sagði hann að Pistorius myndi ekki afplána allan fimm ára dóminn.

Sjá einnig: Vissi að Oscar Pistorious væri að segja satt

Pistorius var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi en gæti enn þá fengið dóm fyrir morð þar sem saksóknari hyggst áfrýja málinu til hæstaréttar í Suður-Afríku.

Oscar Pistorious skaut Reevu Steenkamp til bana í gegnum læsta baðherbergishurð 14. febrúar árið 2013. Hann hefur frá upphafi sagt að hann hafi talið sig vera að skjóta innbrotsþjóf.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing