Auglýsing

Óskoðaður og undir áhrifum fíkniefna í umferðinni

Tveir einstaklingar voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að annar þeirra hafi reynst einnig sviptur ökuréttindum auk þess sem hann var á bifreið sem var óskoðuð.

„Ökumaður bifreiðarinnar laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni,“ segir í dagbók lögreglunnar en vakt embættisins er sögð hafa verið „nokkuð róleg“ en 43 mál voru færð inn í LÖKE-kerfið en það sér um öll verkefni lögregluembætta á landinu. Báðir þessir einstaklingar voru látnir lausir að blóðsýnatöku lokinni.

Þá var tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi sem fór inn á skrifstofurými í póstnúmerinu 101.

„Aðili í annarlegu ástandi fór inn á skrifstofurými í matvöruverslun í hverfi 101. Var aðilanum vísað þaðan út.“

Tveir þjófnaðir voru einnig tilkynntir til lögreglu – einn í póstnúmerinu 101 og annar í matvöruverslun í póstnúmerinu 220. Þá segir dagbókin að eitt innbrot hafi verið tilkynnt í miðborginni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing