Leikkonan Carrie Fisher hefur verið lögð til hinstu hvílu í Forest Lawn Memorial Park í Los Angeles í Bandaríkjunum.
Jarðneskum leifum hennar var komið fyrir við hlið móður hennar sem lést aðeins degi á eftir Fisher.
Lík Fisher var brennt og öskunni komið fyrir í heldur óhefðbundinni öskju en það er í laginu eins og tafla af geðlyfinu Prozac.
Sjá einnig: Hefnendurnir CIV – Hjálpaðu okkur 2017, þú ert okkar eina von
Leikkonan ræddi opinskátt um baráttu sína við geðhvarfasýki á meðan hún lifði og sem og lyfjanotkun sína.
Todd, bróðir Fisher, sagði í samtali við fjölmiðla að askjan hefði verið ein af uppáhalds eigum systur hans og fjölskyldan hafi talið að þarna vildi hún hvíla.
Fisher, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í Star Wars-myndunum, lést 27. desember, nokkrum dögum eftir að hún fékk hjartaáfall um borð í flugvél.