Auglýsing

Ótrúlegt augnablik náðist á myndskeið þegar flugmenn farþegaþotu mættu fljúgandi furðuhlutum

„Það sem við sáum er enn ráðgáta. Við héldum fyrst að þetta væri lítil flugvél en hún sást ekki á ratsjánni okkar. Þá héldum við að þetta væri stjarna en stjörnur hreyfa sig ekki svona,“ sagði flugmaðurinn Ruud sem hefur 32 ára reynslu af flugi en kappinn er vinsæll á Instagram þar sem 130 þúsund manns fylgjast með honum.

Hann er þess vegna oft með upptökuvélina á lofti og var einmitt með kveikt á henni þegar hann og aðstoðarflugmaður hans sjá skært ljós á himnum sem minnti á glóandi bolta. Þá heyrist á upptökunum þegar þeir félagar ræða það sín á milli hvað þetta gæti eiginlega verið sem þeir væru að horfa á.

Ekki dróni eða gervihnöttur

Fyrst um sinn héldu þeir að þetta væru flugvélar en eins og áður sagði þá afskrifuðu þeir þá kenningu fljótt enda myndu þær sjást á ratsjánni. Þá héldu þeir að þetta væri dróni en afskrifuðu það líka þar sem drónar þurfa að nota ratsjá og eru ekki með svona björt ljós. Það síðasta sem þeim datt í hug var að þetta væri gervihnöttur en Rudd var ekki alveg á því að kaupa þá kenningu og var það vegna þess hvernig hluturinn hreyfði sig.

Rudd vinnur hjá flugfélaginu Max Air sem er gert út frá Nígeríu og flýgur bæði innanlands og landanna á milli.

Tvö til fimm prósent eru ráðgáta

Eðlisfræðingurinn Dr. Sean Kirkpatrick, forstöðumaður All-domain Anomaly Resolution Office eða AARO hjá Pentagon sagði á dögunum að þessir málmhnettir hefðu sést um allan heim: „…og við sjáum þá hreyfa sig á mjög áhugaverðan hátt.“

Dr. Kirkpatrick kynnti nýjustu niðurstöður AARO fyrir sjálfstæðu NASA-teymi vísindamanna og annarra sérfræðinga sem var í maí á síðasta ári falið að rannsaka UFO-fyrirbærið.

Hún bætti við að um það bil tvö til fimm prósent af um 800 tilfellum sem stofnun þeirra skoðaði, séu „raunveruleg og ráðgáta.“

Hér er upptakan frá flugmanninum en fljúgandi furðuhlutirnir byrja að sjást þegar 20 mínútur og 57 sekúndur eru liðnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing