Auglýsing

Ótrúlegt sjónarspil í nótt: Flogið yfir glóandi hraunið sem flæðir yfir varnargarða – MYNDBAND

Í gærkvöldi tók hraun að flæða yfir varnargarða í Svartsengi en hrauntungurnar eru ennþá langt frá mikilvægum innviðum.

Myndatökumaður Víkurfrétta flaug dróna yfir vettvanginn við Svartsengi þar sem sjá má glóandi hrauntungurnar og hvar menn á stórvirkum vinnuvélum vinna að vörnum á svæðinu. Þetta er ótrúlegt sjónarspil en hægt er að sjá drónamyndband Víkurfrétta hér fyrir neðan.

Þá er slökkvilið að dæla vatni á glóandi hraunið til að reyna að hefta framrás þess.

Á vef RÚV kemur fram að þrjár hraunspýjur renna yfir varnargarðinn en samkvæmt Elísabetu Pálmadóttur, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands virðast engar afgerandi breytingar hafa orðið á hraunflæðinu.

„Þó virðist hafa hægst á rennsli í minnstu hraunspýjunni eftir að hraunkælingu hafi verið beitt í nótt,“ segir í frétt RÚV.

Drónaflug Víkurfrétta:

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing