Auglýsing

Óttarr mótmælir tilskipun Trump: „Hinn frjálsi heimur hlýtur að sameinast í fordæmingu“

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir þyngra en tárum taki að upplifa þá mismunun og mannvonsku sem nýr bandaríkjaforseti leyfir sér að innleiða gagnvart innflytjendum og flóttamönnum. „Hinn frjálsi heimur hlýtur að sameinast í fordæmingu,“ segir Óttarr í færslu á Facebook-síðu sinni sem hefst á orðunum: „Mótmælum öll!“

Örskýring: Trump bannar fólki að koma til Bandaríkjanna — tilskipunin útskýrð

Donald Trump hefur skrifað undir sérstaka tilskipun sem kemur í veg fyrir að íbúar sjö landa geti komið til Bandaríkjanna. Löndin sem um ræðir eru Íran, Súdan, Sýrland, Írak, Líbía, Sómalía og Jemen. Múslimar eru í meirihluta í löndunum og Trump lítur á íbúa þeirra sem ógn við Bandaríkin.

Óttarr vitnar í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar en þar segir:

„Í fjölmenningarsamfélagi felst mannauður og fjölbreytt reynsla sem er til þess fallin að auðga samskipti einstaklinga. Innflytjendum verði auðveldað að verða fullgildir og virkir þátttakendur í íslensku samfélagi.

Vandað verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt að því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Eftir sem áður verði fjármagn tryggt til neyðaraðstoðar á vegum alþjóðlegra stofnana.“

Hann vill að þessu sé haldið til haga. „Það þarf að berjast fyrir því góða í heiminum. Það sigrar ekki af sjálfu sér,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing