Úlfur Úlfur, Agent Fresco og Emmsjé Gauti koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Þeir eru jafnframt fyrstu listamennirnir sem tilkynntir eru en áður var búið að koma fram að Sverrir Bergmann og Friðrik Dór flytji Þjóðhátíðarlagið. Forsala miða er hafin á Dalurinn.is.
Emmsjé Gauti segir í samtali við Fréttablaðið hann sé mjög spenntur að fara aftur. „Þetta verður geggjað,“ segir hann þó ferðlagið leggist ekki vel í hann.
Mér fannst mjög gaman þarna síðast. Mér fannst reyndar hræðilegt að þurfa fara í Herjólf. Ég er hræddastur við flugvélar, síðan við báta því ef þú ert ekki hræddur við sjóinn þá ertu ekki með gott ímyndunarafl.
Og ekki má gleyma bílunum. „Svo eru það bílar, því þetta er allt eitthvað sem klessist á og sekkur og maður hefur enga stjórn á þessu,“ segir hann í Fréttablaðinu.