Nektarmyndir af söngvaranum Justin Bieber birtust í fjölmiðlum víða um heim í vikunni. Myndirnar voru teknar úr launsátri þar sem hann var í fríi ásamt fyrirsætunni Jayde Pierce og skildu nákvæmlega ekkert eftir fyrir ímyndunaraflið.
Sjá einnig: Auðvelt að gleðja Bieberinn, fagnaði þegar hann heyrði lagið sitt í útvarpinu
Bieber var skiljanlega ekki sáttur við myndbirtingarnar og hefur kært dagblaðið New York Daily News sem reið á vaðið.
Í afriti af bréfi sem lögfræðiteymi Biebers sendi frá sér kemur meðal annars fram að myndirnar sem fjölmiðlar hafi undir höndunum hafi verið fengnar með ólöglegum hætti og að dreifing þeirra stangist á við lög.
Jeremy Bieber, pabbi söngvarans, virðist þó ánægður með þetta allt saman og birti eftirfarandi skilaboð á Twitter í gær.
https://twitter.com/JeremyBieber/status/652506486124449792?ref_src=twsrc%5Etfw
Þar lýsir hann yfir stolti sínu og spyr son sinn „hvað hann gefi þessu að borða“ — og vísar þannig í stærðina á limi sonar síns. Akkúrat.