Auglýsing

Páll Óskar og Jakob Frímann mótmæla ákvörðun Reykjanesbæjar: „Tryggjum góða mætingu“

Tónlistarmennirnir Páll Óskar Hjálmtýsson og Jakob Frímann Magnússon munu ásamt Braga Valdimari Skúlasyni taka til máls á fyrirhuguðum mótmælum vegna flutnings Bókasafns Reykjanesbæjar í Hljómahöllina. Ákvörðun Reykjanesbæjar hefur vakið blendin viðbrögð hjá íbúum bæjarfélagsins en tæplega 1.500 einstaklingar hafa skráð sig í hópinn „Vinir Hljómahallar“ þar sem mótmælin eru auglýst.

Þar segir að viðburðurinn verði haldinn í Rokksafninu þann 18. apríl næstkomandi klukkan 20:00 en fyrir utan þá Pál Óskar, Jakob Frímann og Braga Valdimar þá munu nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja tónlist „við hæfi“ eins og segir í auglýsingunni. Þá kemur einnig fram að hljómsveitin Nostalgía muni stíga á stokk.

„Endilega bætið vinum við hópinn og tryggjum góða mætingu í Rokksafnið til að sýna málefninu stuðning.“

Hægt er að sjá viðburðinn á Facebook með því að smella hér!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing