Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson var ekki ánægður með að óveðrið í vikunni hafi verið nefnt eftir systur hans, stórsöngkonunni Diddú. Þetta kom fram í þættinum Vikunni með Gísla Marteini á RÚV í kvöld. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.
Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri og núverandi sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkur, kom kassamerkinu #diddú af stað á Twitter þegar fólk var að velta fyrir sér nöfnum á storminn. Nafnið fór á flug og festist við óveðrið.
@MargretGauja Nefndarstörfum í #stormanafnanefnd er lokið. #Diddú er á leiðinni #Veðurlíf #lægðin #laugardagskvöld
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) December 5, 2015
Páll Óskar sagði í léttum dúr hjá Gísla Marteini að Stefán hafi fengið margar betri hugmyndir. „Mér fannst Diddú ekki eiga þetta skilið,“ sagði hann.
Þessi yndislega manneskja sem gerir svo gott fyrir alla sem nálægt henni koma. Og þjóðina jafnvel. Að nefna storm eftir henni sem getur valdið usla og skaða. Guði sé lof að þessi stormur olli ekki neinu manntjóni.
En Stefán er búinn að biðjast afsökunar
Sorrý Palli minn #vikan
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) December 11, 2015