Auglýsing

Páll Óskar tók til eftir sig eftir ball á Akureyri: „Fægiskóflur eru fyrir aumingja“

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson tók þátt í þrifum eftir fimm tíma ball í Boganum á Akureyri á laugardagskvöld. Palli birti skemmtilegt myndband á Instagram síðu sinni í gær þar sem hann sópar upp glimmer og konfettí.

„Sólrún Diego er komin með samkeppni. Takk, Pollamótið á Akureyri fyrir stórkostlegt ball og yndislegar móttökur,“ skrifar Palli með myndbandinu.

Í samtali við Vísi.is á dögunum segir Palli að skipuleggjendur hafi haft orð á því við hann að þeir hefðu áhyggjur af þrifum eftir konfettísprengjurnar. Hann hafi því sagt þeim að rétta sér sóp og þrifið salinn sjálfur.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing