Auglýsing

Pálmi Þór var bráðkvaddur á Spáni: „Hann var vinur vina sinna“

Pálmi Þór Erlingsson var bráðkvaddur á Spáni þann 12. júlí síðastliðinn en hann var 48 ára gamall. Hluti af fjölskyldu Pálma Þórs er nú stödd á Alicante þar sem hann lést. Pálmi lætur eftir sig fjögur börn. Frétt þessi um andlát Pálma Þórs er skrifuð með góðfúslegu leyfi fjölskyldu hans.

Vinur Pálma Þórs sagði í samtali við Nútímann: „Hann var vinur vina sinna.“

Áfallið er mikið fyrir fjölskyldu, vini og vandamenn, sem nú syrgja góðan dreng sem var þeim öllum kær.

Þá segja vinir hans að Pálmi hafi verið mikill fjölskyldumaður sem var ávallt reiðubúinn að hjálpa öðrum. Hann var þekktur fyrir jákvæðni sína og glettni, og hafði einstakt lag á að lyfta andanum hjá þeim sem áttu um sárt að binda. Missir hans er mikill, ekki bara fyrir fjölskyldu hans, heldur einnig fyrir þá fjölmörgu sem fengu að njóta nærveru hans og vinarþels.

Fjölskyldan hefur beðið um frið og ró á þessum erfiðu tímum og þakkar fyrir allar samúðarkveðjurnar sem þeim hafa borist.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing