Auglýsing

Passaðu hvað þú segir á Facebook og Twitter, sam­fé­lags­miðlar skoðaðir við ráðning­ar

Íslensk­ir mannauðsstjór­ar nota sam­fé­lags­miðla í meira mæli en koll­eg­ar þeirra á hinum Norður­lönd­un­um til að meta um­sækj­end­ur, sam­kvæmt ný­út­kom­inni skýrslu um stöðu og þróun mannauðsstjórn­un­ar á Íslandi. Þetta kemur fram á mbl.is.

Skýrsl­an ber heitið Staða og þróun mannauðsstjórn­un­ar á Íslandi og var kynnt í Há­skól­an­um í Reykja­vík á föstu­dag­inn. Hún er afrakst­ur viðamik­ill­ar könn­un­ar sem fór fram í vor og er hluti alþjóðlega CRA­NET rann­sókn­ar­verk­efn­is­ins.

Arney Ein­ars­dótt­ir for­stöðumaður Rann­sókn­ar­miðstöðvar í mannauðsstjórn­un við viðskipta­deild Há­skól­ans í Reykja­vík og einn höf­unda skýrsl­unn­ar seg­ir á mbl.is að niður­stöðurn­ar bendi til þess að fyr­ir­tæki hér á landi noti jafn­vel slíka miðla í stað per­sónu­leika­prófa.

Þá segir hún að hætta sé á að dregn­ar séu rang­ar álykt­an­ir af upp­lýs­ing­um á sam­fé­lags­miðlum og að slík­ar upp­lýs­ing­ar verði of ráðandi í ákvörðun­ar­töku í ráðning­um og lítið virðist enn vitað um for­spár­gildi slíks per­sónu­leikamats út frá upp­lýs­ing­um á sam­fé­lags­miðlum.

Höf­und­ar skýrslunnar eru Arney Ein­ars­dótt­ir, lektor við viðskipta­deild HR, Katrín Ólafs­dótt­ir, lektor við viðskipta­deild HR og Ásta Bjarna­dótt­ir, ráðgjafi hjá Capacent og stunda­kenn­ari við viðskipta­deild HR.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing