Auglýsing

Pepsi biður fólk og Kendall Jenner afsökunar á taktlausu auglýsingunni sem gerði allt vitlaust

Pepsi birti á þriðjudag auglýsingu með fyrirsætunni Kendall Jenner í hlutverki leiðtoga andspyrnuhreyfingar. Auglýsingin hefur heldur betur farið öfugt ofan í fólk en mótmælin sem eru sett á svið í henni þykja vera einhvers konar fegruð útgáfa af #BlackLivesMatter mótmælunum, sem beindust gegn ofbeldi lögreglunnar á blökkufólki, og fleiri mótmælum.

Horfðu á auglýsinguna hér fyrir neðan

Pepsi baðst afsökunar á auglýsingunni og tók hana úr umferð eftir að Twitter fór gjörsamlega á hliðina. Kassamerkið #NotBuyingIt var notað til að halda utan um umræðuna, þar sem það var meðal annars bent á líkindin við fræg mótmæli.

Í umræðunni á Twitter veltu notendur samskiptamiðilsins meðal annars fyrir sér hvað Pepsi var að hugsa með auglýsingunni, sem þykir einfalda og jafnvel fegra kúgun og nauðsyn þess að mótmæla óréttlæti.

Andrés Jónsson almannatengill segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem stórfyrirtæki reynir að hitta í mark en mistekst það hrapallega. „Ástæðan er ekki síst kúltúrinn í flestum stórum fyrirtækjum,“ segir hann.

Það er erfitt að predika eitthvað á trúverðugan hátt ef maður praktíserar það ekki sjálfur.

Andrés bendir á að það þurfi ekki einu sinni innbyggðar efasemdir almennings og neikvæð viðbrögð til að svona tilraun klúðrist. „Leikarar með mótmælaskilti í Pepsílitunum!? Þarna kom gallinn fram strax í efninu sem var framleitt. Ef þú fattar ekki byltinguna sem er í gangi þá er mjög erfitt fyrir þig að reyna að starta samtali við fólk um hana,“ segir hann.

Í gær birti Pepsi svo þessa afsökunarbeiðni þar sem mistökin eru viðurkennd. Kendall Jenner var meira að segja beðin afsökunar á því að vera „sett í þetta stöðu“.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing