PETA, ein umdeildustu dýraverndunarsamtök heims, ætla að setja upp auglýsingaskilti í Reykjavík þar sem fólk er hvatt til að gerast grænmetisætur. Þetta kemur fram á vef Iceland Mag.
Tilefni auglýsingaskiltisins er kjötskortur vegna verkfalls dýralækna innan Bandalags háskólamanna.
Í auglýsingunni kemur fram að grænmeti þurfi ekki á dýralæknum að halda. Þá er fólk hvatt til að segja nei við ofbeldi og prófa að gerast vegan. Fólk sem er vegan hvorki borðar né drekkur dýraafurðir.
Mimi Bekhachi, starfsmaður PETA, segir á vef Iceland Mag að tafir á því að drepa dýr séu góðar fréttir fyrir fólk og dýr.
Vonandi opnar þetta augu fólks fyrir því að dýralæknar eru óþarfir þegar kemur að því að týna grænmeti
Þá segir hún að ólíkt þeim milljónum dýra sem eru ræktuð til manneldis árlega þá þurfi grænmeti ekki að öskra áður en það drepst og er sett í hillur matvöruverslana.