Auglýsing

Peter Fonda er látinn

Bandaríski leikarinn Peter Fonda er látinn, 79 ára gamall. Þetta kemur fram á vef BBC. Í tilkynningu frá fjölskyldu hans segir að hann hafi látist friðsamlega á heimili sínu í Los Angeles en leikarinn hafði verið að glíma við lungnakrabbamein.

Fonda var aðalleikari, framleiðandi og meðhöfundur kvikmyndarinnar Easy Rider frá árinu 1969, myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta frumsamda handritið. Fonda fékk einnig tilnefningu til Óskarsverðlauna árið 1997 fyrir besta leik í aðalhlutverki, þá fyrir myndina Ulee’s Gold.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing