Auglýsing

Pétur fór í fallhlífarstökk en það var ekki nóg til að sigrast á lofthræðslunni, sjáðu myndbandið

Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA frétta, er svo lofthræddur að hann fær fiðring í magann þegar hann þarf að hengja upp jólaseríurnar í desember. Hann lét það ekki stöðva sig og skellti sér í fallhlífarstökk á dögunum en það var ekki nóg til að sigrast á lofthræðslunni.

Sjáðu myndband af stökki Péturs hér fyrir neðan.

Í samtali við Nútímann segist Pétur ekki vita af hverju en að hann hafi alltaf langað að prófa fallhlífarstökk. „Þetta var alveg fáranlega gaman og ég mæli með þessu fyrir alla, líka lofthrædda,“ segir hann léttur.

Þú segir að þú sért lofthræddur, hvernig lýsir það sér helst?

„Ég fæ bara fiðring í magann og alveg niður í tær þegar ég fer eitthvert hátt upp og líka bara ef ég ímynda mér að ég sé hátt uppi,“ segir Pétur.

Ég fór til dæmis í einhvern turn í Las Vegas í fyrra og var mjög lofthræddur þar uppi þrátt fyrir að það sé gler sem umlykur allt. Ég átti smá erfitt með að standa nálægt glugganum, skreið nánast meðfram veggjunum.

Pétur segir að fallhlífarstökkið hafi þó ekki verið nóg til að sigrast á lofthræðslunni. „Þetta var svo ógeðslega hátt að ég fann eiginlega ekkert fyrir lofthræðslunni. Meira bara spenna og þannig hræðsla í manni,“ segir hann.

„Ég held að ég eigi eftir að vera alveg jafn lofthræddur í desember þegar ég þarf að hengja upp jólaseríuna. Ég hef reynt smá að sigrast á lofthræðslunni með því að fara í rússíbana eða háar rennibrautir en það er samt eiginlega alltaf jafn hræðilegt.“

Og Pétur stefnir á að stökkva aftur. „Um leið og ég lenti langaði mig að fara strax aftur upp,“ segir hann.

„Ég er búinn að pæla í því að fara á svona námskeið til að stökkva einn en það kostar aðeins of mikið fyrir mig þessa stundina. Svo er búnaðurinn dýr og maður er ekkert að spara í fallhlífarkaupum held ég.“

Hér má sjá vinina Pétur Marinó og Þráin stökkva

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing