Auglýsing

Pétur Jökull dæmdur fyrir að hafa skipulagt innflutning á 100 kílóum af kókaíni

Pétur Jökull Jónasson var í morgun dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir aðild sína að því sem hefur verið kallað „stóra kókaínmálið“ en málið snérist um innflutning á tæplega 100 kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022.

Vísir greinir frá þessu.

Þar kemur fram að saksóknari sé sáttur við dóminn og að hann hafi verið í samræmi við það sem lagt var upp með. Þá hafa fimm menn verið dæmdir fyrir aðild sína að málinu en hinir fjórir játuðu allir þáttöku sína í innflutningnum en sögðu sína þætti veigalitla.

Þeir hafi allir haft afmörkuð hlutverk en samkvæmt lögreglunni var þó einn sem sá um að skipuleggja innflutninginn og var í samskiptum við alla fjóra.

Lögreglan taldi þann mann vera Pétur Jökul en saksóknari benti á það að hann hafi verið staddur í Brasilíu einmitt á þeim tíma sem verið var að sýsla með efnin sem voru falin í trjádrumbum sem voru fluttir með gámi til Íslands.

Ekki er vitað hvort Pétur Jökull áfrýji dómnum en það verður þó að teljast líklegt þar sem hann hefur haldið fram sakleysi sínu frá því hann var handtekinn við komuna til landsins í febrúar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing