Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, sagði það vera mikinn heiður að fá að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga.
Þátttaka Piu á fundinum hefur verið umdeild en þingflokkur Pírata sniðgekk til að mynda fundinn vegna skoðana Piu. Þá sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að honum þætti það miður að einn helsti talsmaður sundurlyndis og útlendingahaturs í Evrópu fengi pláss á þessum merka degi.
Pia virðist ekki hafa látið þetta á sig fá en ef marka má færslu á Facebook síðu hennar var hún hæstánægð með gærdaginn. Hún talar meðal annars um ótrúlega íslenska náttúru á Þingvöllum og hversu ánægjulegt það hafi verið að hitta Vigdísi Finnbogadóttur.
Hér má sjá færslu Piu í heild sinni