Píratar mælast með 32% fylgi. Flokkurinn er því stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi fjórða mánuðinn í röð. Um 36% styðja ríkisstjórnina. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Sjá einnig: Fimm ástæður fyrir því að Helgi Pírati er glaðasti hundur í heimi
Sjálfstæðisflokkurinn heldur svipuðu fylgi og undanfarna mánuði: 24%.
Framsóknarflokkur og Samfylking bæta eru hvor um sig með rúm 12 prósenta fylgi. Vinstri hreyfingin grænt framboð er með 9% fylgi og Björt framtíð rekur lestina, af þeim flokkum sem eru á þingi, með 5%.